Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörMeð hækkandi sól, sumarfríum og ferðalögum er rétt að draga athygli lesenda að hættunni sem leynist í geislum sólarinnar. Viðeigandi ráðstöfun og varkárni er mikilvæg til að tryggja gott frí fyrir þig og fjölskylduna. Fylgstu með útfjólubláum geislum.
Í byrjun vikunnar gaf Lyfja verðandi og nýbökuðum foreldrum veglega Vöggugjöf í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Vöggugjöfin inniheldur vörur í fullri stærð, sýnishorn, upplýsingabækling og tilboð á vörum sem koma sér vel á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu, bæði fyrir foreldra og börn. Á tveimur dögum kláruðust allar Vöggugjafir Lyfju og því má segja að viðtökurnar hafi verið lyginni líkastar.
Lyfjaverð hefur lækkað um helming að raunvirði frá síðustu aldamótum. Lyfja býður lágt lyfjaverð um allt land og vill hjálpa þér að draga enn frekar úr lyfjakostnaði
Þetta er ekki einungis erfitt fyrir börnin því foreldrarnir þurfa sjálfir að stilla eigin takt og vakna fyrr en venjulega til að gera allt klárt fyrir daginn og komast til vinnu á réttum tíma.
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands stóðu fyrir tannverndarviku 3.-7. febrúar 2020 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.
Sérstök áhersla var lögð á orkudrykki en neysla ungmenna á orkudrykkjum með koffíni hefur meira en tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil og tíð neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsins sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Tennurnar verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á tannskemmdum. Glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi.