Decutan og Vidisic augngel

Lyfjainntaka

Ég er með augnþurrk vegna Decutan-notkunar. Ég hef notað Vidisic augngel með góðum árangri til langs tíma en nú sé ég ekki betur en það sé hvergi fáanlegt á landinu. Ég var að versla í apóteki um daginn og var bent á Oftagel sem ég er búinn að reyna í smá tíma núna en það er meira þunnfljótandi en Vidisic og því ekki alveg að virka fyrir mig. Gætu lyfjafræðingar ykkar mælt með augndropum sem eru sambærilegir Vidisic? Með von um hjálp,

Svar:
Vidisic var afskráð og er því ófáanlegt í apótekum landsins. Það er hægt að nálgast gelið með undanþáguseðli sem læknir skrifar upp á og kostar 3.756 krónur.
Til upplýsinga fyrir lækninn er vnr 997603. Og heitir einfaldlega Vidisic. Apótekin þyrftu svo líklegast að sérpanta þetta fyrir þig.