Doxilyn og virkni lyfs
Ég er að taka Doxilyn vegna þvagrásarbólgu . Ég tók 1 töflu 2svar á dag í tvær vikur en núna er ég að fara að taka 1 töflu að kvöldi í þrjár vikur ca . Ég fékk upplýsingar að það á ekki að drekka mjólkurvörur eða taka inn járn eða magnesíum. En má ég drekka mjólkurvörur , fá mér banana eða magnesíum slökun eitthvað smá fyrir eða eftir inntöku ? Einnig á ég að forðast sólarljós , minnkar virkni lyfsins eða er ég viðkvæmari fyrir að brenna ?
Svar:
Þú ert mun viðkvæmari fyrir sólarljósina, þ.e brennur auðveldar.
Ekki er ætlast til þess að neyta umrædds matar 1 klst fyrir inntöku lyfsins eða 2 klst eftir inntöku. Efni í þessum mat bindast virka efninu í Doxylin og óvirkja það. Því meira sem borðað er af umræddum mat því meira óvirkast af virka efninu.