Fluoxetin og eyrnasuð
Ég byrjaði að taka fluoxetin fyrir rétt rúmlega 10 dögum sem meðferð gegn andlegri vanlíðan. Í morgum vaknaði ég með þrálátt eyrnasuð og smávegis þrýsting í vinstra eyranu sem hefur ekki linnt í 2 tíma. Það stendur á seðlinum sem fylgdi lyfinu að eyrnasuð geti verið aukaverkun, og ég vildi vita hvort þetta gæti verið tengt lyfinu eða hvort þetta sé mögulega ehv annað? Ef þetta tengist lyfinu, eru ehv ráð sem ég get fengið til að vinna gegn þessu?
Svar:
Ef það stendur í fylgiseðli þá tengist þetta líklegast lyfinu. Í flestum tilvikum líða aukaverkanir hjá þegar líkaminn hefur vanist lyfinu. Ef þetta er vont þá gæti verið sniðugt að títra lyfið upp hafir þú ekki gert það.
Annars mæli ég því með því að gefa þessu smá tíma áður en tekið eru einhverjar ákvarðanir og sjá hvort þetta líði ekki hjá.