Sjóveiki og Gabapentin
Mig langar að forvitnast í sambandi við sjóveikislyf. Ég verð alltaf mjög sjóveik og bílveik. Ég er að taka Gabapentin daglega. Ég er að fara i viku siglingu erlendis, þar sem er farið í land að degi til og hjólað. Má ég nota sjóveikisplástur samhliða Gabapentin og hvernig virkar það að fara á sjó og land til skiptis ? Annað sem mig langar að vita, er ef ég er að nota plástur, á þá að setja nýjan plástur í miðri ferð ?
Svar:
Samhliða inntaka þessarra lyfja getur aukið sljóleika, ringl, rugl og einbeitingarleysi og mögulega haft áhrif á hreyfigetu þína.Það sama á við um Postafen (sem eru töflur til inntöku við ferðaveiki). Ég get ekki ráðlagt þér hvort þú eigir að taka lyfin, þú verður að meta það sjálf en milliverkunin er talin geta verið alvarleg.
Eftir inntöku á töflu má gera ráð fyrir 12 klst áhrifum. Plástrarnir duga í 72 klst en þá er hann búinn og það þarf að setja nýjan.
