Sykursýkislyf og meltingin

Lyfjainntaka

Hvaða sykusýkislyf fyrir D2 hafa minnst áhrif á meltinguna eða valda síður niðurgangi?

Svar:
Ég lista þetta út frá lyfjaflokknum sem hefur minnst áhrif og upp;

  • DPP4 hindrar. Þekktustu lyfin Januvia (Sitagliptin) og Trajenta
  • SGLT2 hindrar; Þekktustu lyfin Jardiance og Forxiga
  • Insúlín
  • Sulfonylurea; Glimeryl
  • GLP viðtaka hindrar; Þekktustu Ozempic
  • Metformin

Ef þú hefur prófað metformin og það fór mjög illa í þig ráðlegg ég þér að ræða við lækni að fara á lyf sem hentar þér betur.

Lyf númer 1 og 2 geta verið notuð ein og sér ef Metformin þolist ekki, sem er þó yfirleitt alltaf fyrsta val.