Tæming á þvagblöðru
Ég er 33 ára og hef aldrei fengið þvagfærasýkingu áður, hef aldrei upplifað þetta sem er í gangi núna sem byrjaði bara í kvöld. Þarf að sitja mjög lengi á klósettinu þar til mér líður eins og ég sé búin að tæma blöðruna, fyrst kemur mjög mikið piss en svo líður mér eins og ég sé ekki búin að tæma og þarf að sitja miklu lengur þar til sú tilfinning kemur. Líður ágætlega í max hálftíma þar til þörfin eins og ég sé alveg í spreng kemur aftur. Það hefur verið smá rautt í pappírnum 2x, mjög líkt blóði. Kláraði túr seinustu helgi þannig þetta er ekki blæðingar. Hvað get ég gert?
Svar:
Þú getur byrjað á þvagsýkingarprófi sem er að finna í Lyfju til að skera úr um hvort þetta sé sÿking eða annað.
Annars myndi ég ráðleggja þér að reyna bóka tíma hjá Heilsugæslu en það er oft hægt að panta tíma samdægurs ef náð er inn þegar heilsugæslan opnar. Annars væri það læknavaktin eða síðdegisvaktin ef hún er í boði á þinni Heilsugæslu.