Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju og næringarþerapisti svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörHvenær er best að fá influensu bólusetningu ? Hættir efnið að virka eftir einhvern tíma ? t.d. ef bólusett er í oktober er efnið enn að virka vel í febrúar/mars.
Er hægt að láta mæla blóðfitu í apótekum? Eru lyf við blóðfitu lyfseðilsskyld?
Ég er að taka Amoixicillin Mylar 500 mg á að taka acetaphhillus með en ég er með á heimilinu Bio-Cult. Kemur það sér eins vel?
Ég er að taka inn sem mixtúru en finn ekkert yfir hana hjá ykkur. Er þetta puttaproblem hjá mér eða er þetta raunveruleikinn. Getur verið að Sem Mixtura hafi áhrif á þvagtregðu. Undirritaður er með stóran blöðruhálskirtil.
Er hægt að kaupa melatone á Íslandi einsog úti í útlöndum í apótekum ?
Ég virðist vera kominn með króníska stíflu í nefið og oft er ég með stíflu í ennisholunum líka sem veldur höfuðverk. Er til eitthvað gott við þessu, þá sérstaklega þessu í ennisholunum?
Ég skipti fyrir stuttu úr Lantus insúlíni yfir í Toujeo að ráði læknis. Mér gengur verr eftir það að hafa stjórn á sykrinum og spyr því. Getur verið að Toujeo insúlínið virki eitthvað öðruvísi heldur en Lantus.
Er lyfið Sormontil nokkuð bólgueyðandi ?
Er hægt að bólusetja við herpesveirunni? Eru einhverjir læknar á íslandi sem eru sérhæfðir í veirusjúkdómum?
Við hverju er lyfið Lerkanidipin Actavis 20 mg gefið?
Nú var sonur minn að leika við vinkonu sína á föstudaginn sl. og í ljós kom að stelpan var með njálg. Ég hef ekki fundið njálg í honum en hann er að klóra sér mikið. Er hægt að kaupa lyfin við þessu án þess að hafa fundið njálg ?
Kostar eitthvað að koma með lyf til förgunar hjá ykkur?
Er með þvílíkan hósta og ætlaði að fá mér Tussól hóstamixtúru en las þá að það væri alkóhól i því. Þar sem að ég er alki er mér allveg óhætt að taka það inn? Og ef ekki er þá til eitthvað annað lyf sem hægt er að nota við þessum blessaða hósta mínum?
Ég hef greinst með ristil og nú eru komin ljót útbrot á bakið með miklum kláða og sársauka.
Er eitthvað sem ég get gert til að minnka sársauka og kláða.
Mér líður ekki vel með að hafa þetta vandamál, en ég hef átt vandræði með standpínur við samfarir. Stundum missi ég standpínuna niður og hún fer aldrei í 100%. Hvað á ég að gera?
Ég hef um langan tima gert seyði úr engifer, sítrónu og chili pipar. Sýð þetta saman og hef þetta vel sterkt. Finnst í raun og veru þetta gera mér mjög gott gagnvart kvefi, bólgum og vera einnig vatnslosandi.
Byrjaði fyrir nokkru að drekka eitt stórt glas á fastandi maga og finnst það örfa meltinguna.
Þá kemur spurningin. Er eitthvað sem mælir á móti þessu og er eitthvað sem vitað er um gagnvart magni sem gott er að neyta á dag?
Þarf lyfeðil til þess að geta fengið podophyllotoxin krem í apótekum?
Er til eitthvert lausasölulyf við þrusku í munni (á fullorðnum)?
Ég fékk hjá ykkur húðlausn í hársvörð sem heitir Ovixan. Ég átta mig ekki á hvernig ég nota það, á ég að setja það í hársvörðin og bíða í ákveðinn tíma, ef svo hvað lengi?
Hvað gerir aniracetam? og er er það löglegt á íslandi?. Ef svo er hvar er hægt að panta það?
Hvaða krem er best að nota á blöðrur sem hafa myndast við sólbruna?
Pregalin á að vera taugalyf notað við vefjagigt en ég finn það ekki í Lyfjabókinni.
Kærastinn minn er með psoriasis í hársverðinum. Má hann nota lyf sem heitir Dermatín (hársápa)?
Ég hef verið a mercilon frá því eg var unglingur. Ég beit það í mig í byrjun nóv að hætta á henni eða taka allavega pásu. Núna er eg að gefast upp og vill byrja á henni aftur...ég er á þriðja degi blæðinga...má ég taka hana inn bara strax á morgun eða hvað? Ætla að fara kaupa hana a morgun og væri gott að fá ráðleggingar um hvernig eigi að byrja a henni aftur..
Mig langar að vita mun á Valpress og lopress. Hvort lyfirð er með minn af aukaverkunum ? Einning spurning með Atacor. er nauðsyn að taka Q10 með atacor?
Eu ekki einhver vítamín sem svipar til Melatonins fyrir utan Magnesíum sem hjálpar fólki að sofna sem á erfitt með svefn ?
Finnst alveg eins og ég hafi lesið um það að það væri til hjá ykkur, eitthvað með Melatonin í.
Er að berjast við sinadrátt sem ég fæ oft á næturnar í kálfa er eitthvað sem virkar vel til að losna við þetta
Er ráðlegt fyrir mann með æðakölkun sem tekur inn hjartamagnil sem selt er í apótekinu án lyfseðils að taka inn K 2 vítamín ?
Hvers konar lyf er Fosrenol? Við hverju er það gefið? Á að taka það með mat? Á að tyggja það og hvernig þekkir maður það þá frá öðrum lyfjum í lyfjaskömmtunarrúllunni?