Progesterone Alvogen

Kynhormón | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Prógesterón

Markaðsleyfishafi: Alvogen | Skráð: 1. febrúar, 2025

Progesterone Alvogen inniheldur hormón sem kallast prógesterón. Lyfið er notað til inntöku við óreglulegum tíðablæðingum hjá konum sem framleiða ekki nóg af prógesteróni. Einnig er lyfið notað sem hluti af hormónameðferð hjá konum við tíðahvörf. Progesterone Alvogen er líka ætlað til notkunar í leggöng, en þá er það notað hjá konum sem þurfa auka prógesterón til stuðnings við þungun á meðan þær gangast undir tæknifrjóvgun. Lyfið er einnig notað í leggöng til að fyrirbyggja fyrirburafæðingu hjá konum sem hafa áður eignast fyrirbura eða hafa stuttan legháls. Prógesterón virkar á slímhimnuna í leginu og hjálpar þér við að verða barnshafandi sem og að viðhalda þungun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mjúkt hylki til inntöku eða notkunar í leggöng.

Venjulegar skammtastærðir:
Til inntöku: Óreglulegar tíðablæðingar: 200-300mg í einum eða tveimur skömmtum daglega í 10 daga í senn, venjulega frá 17. til og með 26. dags tíðahrings. Meðferð við tíðahvörfum ásamt estrógeni: 200 mg fyrir svefn að kvöldi, a.m.k. 12 til 14 daga í hverjum mánuði, t.d. á síðustu tveimur vikum hverrar meðferðarlotu. Þar á eftir má fylgja ein vika án uppbótarmeðferðar og þá geta fráhvarfsblæðingar átt sér stað. Hylkið skal gleypa í heilu lagi með glasi af vatni. Til notkunar í leggöng: Frjósemismeðferð: Meðferð byrjar eigi síðar en á þriðja degi eftir eggheimtu. Þá skal nota 600mg af Progestan daglega (200mg 3svar á dag eða 300mg 2svar á dag). Ef þungun er svo staðfest skal halda áfram með sama skammt fram að a.m.k 7.viku en ekki lengur en 12.viku. Fyrirbygging fyrirburafæðingar: 200mg á dag að kvöldi frá u.þ.b. 20. viku til 34. viku meðgöngu. Hylkinu er komið fyrir djúpt inni í leggöngum.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hormón frásogast hratt, verkun hefst samdægurs.

Verkunartími:
Til að viðhalda lífeðilsfræðilegu prógesterón gildi í blóði þarf að taka lyfið á 12 klst fresti. Lyfið er því heldur skammvirkt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki á að taka inn lyfið með mat og lyfjagjöf á helst á helst að eiga sér stað fyrir svefn að kvöldi.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá við lægri hita en 30°C.

Ef skammtur gleymist:
Skaltu nota lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er í næsta skammt skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Vinsamlegast ráðfærðu þig við lækninn ef þú hættir eða ætlar að hætta notkun.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Þú gætir fundið fyrir einkennum ofskömmtunar eins og svima, þreytu, mikilli vellíðan eða sársaukafullum tíðablæðingum.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Skammvinn þreyta eða sundl getur komið fram innan 1-3 klukkustunda frá því að lyfið var tekið.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Ákafur höfuðverkur      
Blóðtappar      
Gula      
Höfuðverkur          
Sjóntruflanir      
Truflanir á tíðablæðingum          

Milliverkanir

Náttúruvörur sem innihalda Jóhannesarjurt (hypericum perforatum) geta minnkað áhrif lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú eigir sögu um blóðtappa
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir nýlega fengið heilablæðingu
  • þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum
  • þú sért með ofnæmi fyrir hnetum og soja
  • þú sért með æxli sem er næmt fyrir hormónum

Meðganga:
Lyfið má einungis nota á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu meðan á frjósemismeðferð stendur. Ef lyfið er tekið til að fyrirbyggja fyrirburafæðingu er það gefið frá u.þ.b. 20. viku til 34. viku meðgöngunnar.

Brjóstagjöf:
Ekki má nota lyfið á meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins hjá 65 ára og eldri.

Akstur:
Lyfið hefur óveruleg áhrif á akstur.

Annað:
Ef þú missir vatnið á meðan þú tekur lyfið verður þú að leita til læknisins eins fljótt og auðið er.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.