Varivax
Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Hlaupabóla veikluð veira
Markaðsleyfishafi: Merck Sharp & Dohme | Skráð: 28. ágúst, 2019
VARIVAX er bóluefni sem stuðlar að vörn gegn hlaupabólu hjá fullorðnum og börnum. Eins og á við um önnur bóluefni, veitir VARIVAX ekki fulla vernd gegn hlaupabólu hjá öllum. Hlaupabóla er sjúkdómur sem orsakaður er af veiru og er algengastur í börnum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru bólur eða blettir í húð sem geta valdið miklum kláða sem breytast síðan í blöðrur og að lokum í sár. Sjúkdómurinn er mjög smitandi en þó ekki lífshættulegur. VARIVAX inniheldur veiklaða lifandi hlaupabóluveiru sem á að vekja upp mótefnasvörun í líkamanum án þess að fólk veikist af hlaupabólu og veitir þannig vörn gegn sjúkdómnum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf.
Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður gefur VARIVAX. Til þess að tryggja hámarksvörn gegn hlaupabólu þarf tvo skammta af VARIVAX með 1-3 mánaða millibili. Lengd á milli skammta er ákvarðaður út frá aldri.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.
Geymsla:
Geymið og flytjið í kæli (2°C - 8°C).
Ef skammtur gleymist:
Hafðu samband við lækninn sem ákveður hvort skammtur sé nauðsynlegur og hvenær eigi að gefa hann.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Á ekki við.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ofskömmtun er mjög ólíkleg þar sem bóluefnið er í stakskammta hettuglasi og gefið af lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni.
Langtímanotkun:
Á ekki við.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll bóluefni og lyf getur þetta bóluefni valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.
| Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
| Hiti | ![]() |
![]() |
|||||
| Krampar | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
| Óeðlilegar blæðingar og marblettir | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
| Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
| Sýkingar | ![]() |
![]() |
|||||
| Vöðvaslappleiki, dofi í útlimum | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
| Skapstyggð | ![]() |
![]() |
|||||
| Viðbrögð á stungustað | ![]() |
![]() |
|||||
Milliverkanir
Bólusetningu á að fresta í a.m.k. 5 mánuði eftir blóð/blóðvökvagjöf. Forðast á lyf sem innihalda asetýlsalisýlsýru í 6 vikur eftir bólusetningu með VARIVAX þar sem það getur leitt til alvarlegs ástands sem kallast Reyes-heilkenni og getur haft áhrif á öll líffæri.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með krabbamein
- þú sért með berkla
- þú sért með skert ónæmiskerfi
Meðganga:
VARIVAX á ekki að gefa á meðgöngu, einnig á að forðast þungun í einn mánuð eftir bólusetningu.
Brjóstagjöf:
VARIVAX er yfirleitt ekki ráðlagt hjá konum með barn á brjósti.
Börn:
VARIVAX má gefa einstaklingum frá 12 mánaða aldri. VARIVAX má einnig gefa ungbörnum frá 9 mánaða aldri við sérstakar aðstæður.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.

