Varivax

Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Hlaupabóla veikluð veira

Markaðsleyfishafi: Merck Sharp & Dohme | Skráð: 28. ágúst, 2019

VARIVAX er bóluefni sem stuðlar að vörn gegn hlaupabólu hjá fullorðnum og börnum. Eins og á við um önnur bóluefni, veitir VARIVAX ekki fulla vernd gegn hlaupabólu hjá öllum. Hlaupabóla er sjúkdómur sem orsakaður er af veiru og er algengastur í börnum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru bólur eða blettir í húð sem geta valdið miklum kláða sem breytast síðan í blöðrur og að lokum í sár. Sjúkdómurinn er mjög smitandi en þó ekki lífshættulegur. VARIVAX inniheldur veiklaða lifandi hlaupabóluveiru sem á að vekja upp mótefnasvörun í líkamanum án þess að fólk veikist af hlaupabólu og veitir þannig vörn gegn sjúkdómnum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður gefur VARIVAX. Til þess að tryggja hámarksvörn gegn hlaupabólu þarf tvo skammta af VARIVAX með 1-3 mánaða millibili. Lengd á milli skammta er ákvarðaður út frá aldri.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið og flytjið í kæli (2°C - 8°C).

Ef skammtur gleymist:
Hafðu samband við lækninn sem ákveður hvort skammtur sé nauðsynlegur og hvenær eigi að gefa hann.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Á ekki við.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ofskömmtun er mjög ólíkleg þar sem bóluefnið er í stakskammta hettuglasi og gefið af lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni.

Langtímanotkun:
Á ekki við.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll bóluefni og lyf getur þetta bóluefni valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti          
Krampar        
Óeðlilegar blæðingar og marblettir        
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Sýkingar          
Vöðvaslappleiki, dofi í útlimum        
Skapstyggð          
Viðbrögð á stungustað          

Milliverkanir

Bólusetningu á að fresta í a.m.k. 5 mánuði eftir blóð/blóðvökvagjöf. Forðast á lyf sem innihalda asetýlsalisýlsýru í 6 vikur eftir bólusetningu með VARIVAX þar sem það getur leitt til alvarlegs ástands sem kallast Reyes-heilkenni og getur haft áhrif á öll líffæri.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með krabbamein
  • þú sért með berkla
  • þú sért með skert ónæmiskerfi

Meðganga:
VARIVAX á ekki að gefa á meðgöngu, einnig á að forðast þungun í einn mánuð eftir bólusetningu.

Brjóstagjöf:
VARIVAX er yfirleitt ekki ráðlagt hjá konum með barn á brjósti.

Börn:
VARIVAX má gefa einstaklingum frá 12 mánaða aldri. VARIVAX má einnig gefa ungbörnum frá 9 mánaða aldri við sérstakar aðstæður.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.